Lestrarsprettur Lækjarskóla

6.11.2017

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Lækjarskóla

6. nóvember hefst Lestrarsprettur Lækjarskóla. Góð lestrarkunnátta er undirstaða almennrar menntunar og mikilvægt er að vekja áhuga nemenda á lestri og viðhalda honum alla skólagönguna.
Lestrarsprettur verður í öllum skólanum 6. - 24. nóvember. Þessar vikur fær lestur aukið vægi þar sem markmiðið er að auka lestrarfærni og efla áhuga á lestri. Á hverjum degi eiga nemendur að lesa í skólanum og heima.

Við hvetjum foreldra til að taka þátt í lestrarsprettinum með okkur, ræða við börnin um verkefnið, lesa með þeim og fyrir þau. Allt eftir hvað passar hverjum og einum.

Þegar nemendur hafa lokið við bók, skrifa þeir nafn sitt og bókarinnar á miða og munu kennarar halda utan um skráningar hjá nemendum og birta það myndrænt á veggjum skólans.
Við hvetjum nemendur til að nýta sér bækur að heiman, á Bókasafni Hafnarfjarðar ásamt Bókasafni Lækjarskóla.

Góða skemmtun


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is