Kórar Lækjarskóla

24.8.2015

Nú eru að hefjast æfingar hjá kórum Lækjarskóla.

Skráning fer fram á netfangið: hindber@simnet.is
Þeir sem voru í kórnum á síðasta skólaári og ætla að halda áfram í vetur eru beðnir um að staðfesta þátttöku sína í síðasta lagi fyrir 31. ágúst. Nýir kórfélagar velkomnir svo lengi sem við höfum pláss.

LITLIKÓR
Litlikór er fyrir nemendur í 1. og 2. bekk.
Fyrsta æfing Litlakórs verður haldin í tónmenntastofunni
Fimmtudaginn 10. september kl. 13:10 – 13:50

MIÐKÓR
Miðkór er fyrir nemendur í 3. og 4. bekk.
Fyrsta æfingin Miðkórs verður haldin í tónmenntastofunni
Þriðjudaginn 8. september kl. 13:10 – 13:50.

STÓRIKÓR
Stórikór er fyrir nemendur í 5. og 6. bekk (stráka og stelpur)
Æfingartímarnir í vetur verða:
Miðvikudagar:
13:50 – 14:40 Samæfing
Mánudagar raddæfingar:
14:00 – 14:40 Sópran 2
14:40 – 15:20 Sópran 1
15:20 – 16:00 Alt
Fyrsta æfingin verður: Miðvikudaginn 9. september kl. 13:50 - 14:40.
Skráning fer fram á netfangið: hindber@simnet.is fyrir 31. ágúst.

UNGLINGAKÓR
Unglingakór er fyrir nemendur í  7. – 10. bekk.
Nemendur í unglingadeild geta tekið kórinn sem val.
Skemmtilegt og krefjandi 
Æfingartímarnir í vetur verða:
Miðvikudagar:
14:50 – 16:10 Radd- og samæfing.
Skráning fer fram á netfangið: hindber@simnet.is fyrir 31. ágúst.
Fyrsta æfinging verður: Miðvikudaginn 9. september kl. 14:50.

Hlakka til að sjá ykkur, Ólöf Björg Guðmundsdóttir tónmenntakennari og kórstjóri


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is