Háttvísiviðurkenning afhent

17.3.2016

Í dag var afhent í fyrsta skipti í Lækjarskóla  viðurkenning fyrir háttvísi. Allir starfsmenn skólans taka þátt í að tilnefna bekk sem þeim finnst eiga skilið að fá viðurkenningu.  Við tilnefningu er skoðað hvaða bekkur er til fyrirmyndar t.d. að fara eftir SMT-reglum skólans, hagar sér vel í mötuneyti, á göngum og úti.

Sá bekkur sem fær viðurkenningu fær farandbikar sem geymdur er í umsjónarstofu bekkjarins í 6 vikur ásamt viðurkenningarskjali sem hengja má upp í kennslustofu.  Næsta tímabil hefst 29. mars -13. maí.

Þeir bekkir sem fengu viðurkenningu eru;

·         Unglingadeild 8. GÞ

·         Miðstig 6. HBJ

-         Yngsta stig 3. HS



Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is