Valgreinar

5.4.2016

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 er miðað við að tímafjöldi nemenda allt að 37 stundir á viku og getur frjálst val í 8., 9. og 10. bekk verið frá fjórum upp í sex stundir. Mikið úrval er af valgreinum og er nauðsynlegt að kynna sér framboðið mjög vel.
Fyrir utan það sem boðið er upp á innanhúss hjá okkur í Lækjarskóla eru miðlægar valgreinar í boði fyrir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Nemendur í Lækjarskóla hafa nú þegar fengið góða kynningu á þeim.
Flensborgarskólinn er með kynningu á framhaldsskólaáföngum fyrir þá sem hafa náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar að mestu og eiga erindi í 1. áfanga framhaldsskólans frá hausti í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði.
Nemendur í 7. - 9. bekk velja fjórar valgreinar af valgreinalista. Nemendur velja þannig greinar til vara ef einhver grein fellur niður sökum fámennis, áreksturs í stundatöflu o. þ.u.l. Merkja þarf valdar greinar frá einum upp í fjóra eftir áhuga.
Valgreinalisti breytist alltaf eitthvað milli ára með tilliti til þeirra starfsmanna sem skólinn hefur á sínum snærum hverju sinni.

Nánari upplýsingar og valblað er að finna hér.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is