Upplestrarkeppni Lækjarskóla 2022

11.3.2022

Miðvikudaginn 9.mars fór fram upplestrarkeppni í 7.bekk í Lækjarskóla. Þrettán nemendur, sem höfðu komist áfram eftir forkeppni í skólanum tóku þátt og lásu upp bókmenntatexta og ljóð fyrir áhorfendur.

Upplestrarkeppnin hófst formlega á degi íslenskrar tungu þann 17.nóvember og hafa nemendur æft sig vel og vandlega í vetur og hafa kennarar lagt miklu áherslu á vandaðan upplestur og framsögn.

Það er óhætt að segja að þátttakendur hafi staðið sig með miklum sóma og voru dómarar mjög ánægðir með keppendur en í dómnefndinni voru þær Ingibjörg Einarsdóttir, Hafrún Dóra Júlíusdóttir og Draumey Aradóttir.

Gunnar Dagur Andrésson, nemandi í 7.bekk spilaði á trompet við góðar undirtektir og kynnir í ár var rithöfundurinn og nemi í unglingadeild Lækjarskóla Smári Hannesson.

Sigurvegarar í ár voru þau Katrín Anna Húbertsdóttir og Ágúst Arnarsson en Helga Hjartardóttir verður til vara. Einnig mun Wiktoria JajewskaStora-upplestrarkeppnin lesa ljóð á pólsku á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem mun fara fram í Víðistaðakirkju 22.mars.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is