Félagsmiðstöðin Vitinn

Vitinn er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk í Lækjarskóla.
Vitinn er staðsettur í Gamla Lækjarskóla (Menntasetrinu við Lækinn) þar sem gengið er inn um aðalinngang og til hægri.
Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8.-10. bekk en einnig er boðið uppá starf fyrir miðdeild.

Félagsmiðstöðin er með facebooksíðu (tengja þetta: https://www.facebook.com/vitinn.vitason) og like síðu (tengja líka: https://www.facebook.com/felagsmidstodinvitinn) og notar þær mikið í starfinu. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að skoða bæði upplýsingar og dagskrár sem koma þar inn.

Skrifstofa Vitans er staðsett í Lækjarskóla hliðiná fiskabúrinu svokölluðu á unglingadeildargangi.

Deildarstjóri er Sigmar Ingi Sigurgeirsson og er netfangið hans sigmaringi@hafnarfjordur.is og sími 664-5889.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is