Umsóknir og leyfi
Umsókn um skólavist
Skráning í Lækjarskóla fer fram í gegnum íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar eða á innritunareyðublaði Lækjarskóla. Einnig er sótt um frístund í íbúagáttinni.
Ef skrá á nemanda í Lækjarskóla þá er góð regla að hafa samband við skólann og heyra í stjórnendum. Reynt er að auðvelda nemendum skólaskiptin eins vel og hægt er.
Umsókn um leyfi
Umsjónarkennari getur veitt nemendum sínum leyfi í allt að tvo daga en skráning fer fram á skrifstofunni. Ef sækja á um leyfi eða tímabundna undanþágu frá skólavist í umfram 2 daga þarf að sækja um það á viðeigandi eyðublöðum . Hafi foreldri/forráðamaður ekki heyrt frá skólanum um leyfisveitinguna er svo litið á að leyfið hafi verið samþykkt.
Í 16.1 grein laga um grunnskóla frá 2011 segir:
„Foreldrar skólaskylds barns geta sótt um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn og þá er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti í samráði við umsjónarkennara, telji hann til þess gildar ástæður. Ekki eru settar í aðalnámskrá nákvæmar leiðbeiningar um hvað teljist gildar ástæður en í öllum tilvikum er ábyrgðin foreldra að sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. Gildar ástæður geta t.d. tengst þátttöku í landsliðsverkefnum á sviði íþrótta á unglingastigi, æskulýðsstarfi, ferðalögum fjölskyldu og sjálfboðastarfi”.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla