Skólasöngur Lækjarskóla

Lækjarskólinn minn

Í hrauninu við Hafnarfjörðinn,
Hamarsins við kinn,
reis af grunni, byggður, búinn,
barnaskólinn minn.

Þar álfarnir í æsku minni
áttu huldubyggð
í Hamrinum, með sátt í sinni
sífellt halda tryggð.

Á nýjum stað þú stendur núna,
ég stolti fyrir finn.
Við Lækinn enn og litlu brúna,
Lækjarskólinn minn.

Stomp

Er opnast dyrnar upp á gátt,
inn þá börnin streyma.
Og skólabjallan hringir hátt,
hún mun aldrei gleyma.

:; Þar öryggi og ábyrgð læra,
einnig virðingu,
og vináttu og visku færa
veröld hamingju.

Á nýjum stað þú stendur núna,
ég stolti fyrir finn.
Við Lækinn enn og litlu brúna,
Lækjarskólinn minn. :;

Lag og texti: Ólöf Björg Guðmundsdóttir


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is