Nemendafélag

Grunnskólalög nr. 91/2008, 10. grein:

,,Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess.  Nemendafélag vinnur m.a. að hagsmuna - og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8.gr”.

Í september er kosið í nemendaráð; kosnir eru 2 fulltrúar úr hvorum tíunda bekk, einn úr hvorum níunda bekk og einn úr hvorum áttunda bekk og eru þeir kjörnir fulltrúar úr sínum bekkjardeildum.   Nemendaráð hefur umsjón með félagslífi í 5.-10. bekkjum í samráði við umsjónarkennara og félagsmiðstöðina Vitann auk þess að vera stjórnendum og starfsmönnum innan handar varðandi stefnumótun og stjórnun. Nemendaráð skal  leitast við að virkja sem flesta nemendur í félagsstarfi. Tveir  fulltrúar nemenda sitja í skólaráði (sjá nefndir og ráð)


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is