Foreldrarölt

Foreldrarölt Lækjarskóla
Það er einróma álit lögreglu og forvarnafulltrúa bæjarins að reglulegt rölt foreldranna í bænum hafi skilað miklum árangri. Því til stuðnings nefna þeir fækkun afbrota á síðustu árum og færri mál sem koma upp varðandi unglinga, en þennan árangur má rekja til reglulegs foreldrarölts og fælingar-áhrifa sem það hefur þegar foreldrar eru á ferðinni í bænum.
Röltið verður eins öflugt og sú vinna sem við leggjum í það, þess vegna er mikilvægt að hver og einn leggi sitt lóð á vogaskálarnar.
Ábyrgð röltsins

Bekkjarfulltrúar eru ábyrgir fyrir því að manna röltið hjá sínum árgangi.

  • Hver bekkur gengur tvisvar einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir.
  • Bekkjarfulltrúar skipta bekknum í tvo hópa sem manna sitthvort röltið.
  • Bekkjarfulltrúar senda vefpóst á alla foreldra með lista með yfir þá sem eiga að rölta í það skiptið.
  • Ráðlagt er að halda utan um foreldraröltið í yfirlitsskjali eða á Facebook síðu Foreldrafélagsins.

Félagsmiðstöðin Vitinn

Foreldraröltið er í samstarfi við félagsmiðstöðina Vitann
Röltið er almennt á föstudögum en stundum er breyting á dögum ef einhver uppákoma er annan dag, í þeim tilfellum sendir Vitinn út tilkynningu
Mæting fyrir utan Vitann (Íþróttahús Lækjó) kl: 21:45 (hann lokar kl: 22:00) Starfsfólk Vitans tekur á móti foreldrum og getur leiðbeint um gönguleiðir
Alltaf má hringja í síma félagsmiðstöðvarinnar eða forstöðumann hennar ef eitthvað er óljóst
Götuvitinn keyrir annan hvern föstudag og er á bakvakt hinn á móti, við minnum líka á að hringja í 112 ef eitthvað kemur upp á.

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is