Foreldrarölt

Foreldrarölt Lækjarskóla

Árgangsfulltrúi foreldrafélagsins:

Hver árgangafulltrúi sér um sinn árgang, þegar að honum kemur, þannig að við getum verið örugg um að foreldrar/aðstandendur mæti þegar við á. Þ.e.a.s. að þið fáið tilkynningu til að minna ykkur á.

Árgansfulltrúi hefur samband við bekkjarfulltrúa úr viðkomandi bekk sem á að manna röltið.

Bekkjarfulltrúar athugið:

Hver bekkur gengur tvisvar einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir. 

Bekkjarfulltrúar skipta bekknum í tvo hópa sem manna sitthvort röltið.

Bekkjarfulltrúar senda vefpóst á alla foreldra með lista með yfir þá sem eiga að rölta í það skiptið.

Foreldrar í bekknum sem röltir:

Foreldrar eru beðnir um að mæta TVÖ KVÖLD í vetur. Venjulega er rölt á föstudagskvöldi en hins vegar má breyta úr föstudagskvöldi í laugardagskvöld, en það þarf bara að ná í dótið í Vitann á föstudeginum. Allir eru velkomnir í foreldraröltið alla föstudaga í vetur burtséð frá því hvaða bekkur á að rölta í það skiptið.

Það er ágætt að mæta kl. 21:45 í Vitanum þar sem  Vitavörðurinn tekur á móti okkur gefur upplýsingar um hvernig  staðan er, hvert er rölt og hvernig röltið fer fram og afhendir síma og skýrslublað.  Ágætt getur verið að fá að sjá skýrslu frá síðasta rölti til glöggvunar.  Vitinn lokar kl. 22:00.  Ágætt væri svo að skila símanum næsta mánudag til Vitans.  Það er einróma álit lögreglu og forvarnafulltrúa bæjarins að reglulegt rölt foreldranna í bænum hafi skilað miklum árangri. Því til stuðnings nefna þeir fækkun afbrota á síðustu árum og færri mál sem koma upp varðandi unglinga, en þennan árangur má rekja til reglulegs foreldrarölts og fælingar-áhrifa sem það hefur þegar foreldrar eru á ferðinni í bænum.


Röltið verður eins öflugt og sú vinna sem við leggjum í það, þess vegna er mikilvægt að hver og einn leggi sitt lóð á vogaskálarnar.

RÖLTIÐ TEKUR UM EINA KLUKKUSTUND!!!


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is