Eineltisáætlun Lækjarskóla

Einelti og ofbeldi er ekki liðið í Lækjarskóla. Skólinn á að vera öruggur staður þar sem nemendum og starfsfólki líður vel. Ef einelti kemur upp skal tekið á því strax.

Hvað er einelti?

Einelti er endurtekið áreiti sem beinist að einni manneskju í lengri eða skemmri tíma. Í einelti felst misbeiting á valdi, sá kraftmeiri ræðst á þann kraftminni. Einelti á sér stað milli tveggja einstaklinga eða einstaklings og hóps. Einelti getur birst í ýmsum myndum, en algengast er að flokka það í tvo flokka, andlegt og líkamlegt. Undanfarið hefur það einnig færst í vöxt að nemendur verði fyrir svokölluðu rafrænu einelti.

Einelti og ofbeldi er ekki liðið í Lækjarskóla. Skólinn á að vera öruggur staður þar sem nemendum og starfsfólki líður vel. Ef einelti kemur upp skal tekið á því strax.
Sjá nánar  Grunur um einelti - Vinnuferli .

Umsjónarkennari er ábyrgur fyrir að leysa og uppræta eineltismál sem upp koma í hans umsjónarbekk.
Ferilslýsing í eineltismálum

 • 1.    Grunur um einelti tilkynnist skriflega til námsráðgjafa. Tilkynning vegna gruns um einelti .
 • 2.    Námsráðgjafi hefur samband við umsjónarkennara, afhendir honum gátlista til að hafa til hliðsjónar við úrvinnslu málsins. Sjá nánar
 • 3.    Umsjónarkennari vinnur að  framvindu málsins og getur ráðfært sig við og leitað aðstoðar námsráðgjafa eða eineltisteymis.  
 • 4.    Umsjónarkennari vísar eineltismálum sem tengjast út fyrir bekkinn eða milli árganga til námsráðgjafa og eineltisteymis.
 • 5.    Umsjónakennari gerir foreldrum/forráðamönnum grein fyrir:
  • a) Þeirri aðstoð sem skólinn veitir nemandanum.
  • b) Hvað foreldrar sjálfir geta gert til að aðstoða barn sitt.
  • c) Að þeim standi til boða að ræða við námsráðgjafa.
 • 6.    Umsjónarkennari skráir allt ferlið í dagbók.
 • 7.    Ef ekki tekst að leiða mál til lykta er málinu vísað til nemendaverndarráðs skólans  ásamt skráningu á málsatvikum.
 • 8.    Eineltismál telst lokið þegar allir aðilar eru sammála um að tekist hafi að  uppræta eineltið og ekki hafi borið á því undanfarnar 3 vikur. Tilkynna þarf lyktir málsins til eineltisteymi skólans sem fer yfir lok málsins.
EINELTI ER ALDREI LIÐIÐ


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is