Námsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í þeim málum er snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og leitar lausna í málum þeirra. Námsráðgjafi vinnur í samstarfi við forráðamenn eftir því sem við á og vinnur í  nánu samstarfi við umsjónarkennara og annað starfslið skólans auk skólasálfræðings og aðra sérfræðinga er koma að málefnum nemenda.

Viðtal við námsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans til boða.  Nemendur og forráðamenn þeirra geta óskað eftir viðtali hvenær sem er en auk þess geta umsjónarkennarar, sérkennarar, deildarstjórar og nemendaverndarráð vísað nemendum til námsráðgjafa.  

Námsráðgjafi Lækjarskóla Halla Eyberg Þorgeirsdóttir 

Sími: 5550585.

Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is