Sérdeild

Í Lækjarskóla er sérdeild fyrir börn með þroskaröskun sem rekin er af Hafnarfjarðarbæ og er opin nemendum úr öllum skólahverfum bæjarins. Allir nemendur sérdeildarinnar eru skráðir í almenna bekki skólans. Sá bekkur sem nemandi er skráður í er í daglegu tali nefndur tengslabekkur. Sérdeildin veitir nemendum kennslu við hæfi, þroskaþjálfun, sérhæft náms-umhverfi og stuðning inn í tengslabekki.

Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir nemendur í upphafi skólaárs á haustönn og endurmetin fyrir vorönn. Reglulegt símat fer fram þannig að markmið og áherslur geta tekið breytingum á hvorri önn fyrir sig.
Skrifleg umsögn/mat um stöðu nemenda er tekin saman við annaskil og einstaklings-námskráin endurmetin út frá árangri.

Árlegur starfstími sérdeildar fylgir skóladagatali Lækjarskóla.
Deildarstjóri sérdeildar sér um daglega stjórn og ber ábyrgð á faglegu starfi. Deildarstjóri er Margrét Ósk Gunnarsdóttir.

Foreldrar/forráðamenn sækja um nám í sérdeildinni í gegnum mínar síður á www.hafnarfjordur.is  Inntökuteymi fjallar um umsóknir og annast innritun.

Skólanámskrá sérdeildar Lækjarskóla er í vinnslu.

Móttökuáætlun sérdeildar Lækjarskóla

Umsókn um sérdeild.

Nemendur með þroskaröskun


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is