Hjúkrunarfræðingur og heilsugæsla
Skólaheilsugæsla Lækjarskóla er á vegum heilsugæslunnar Sólvangi. Hjúkrunarfræðingur er Margrét Kjartansdóttir og starfar í 80% starfshlutfalli við skólann.
Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Nánari upplýsingar um starfsemi skólaheilsugæslunnar má nálgast hér: Skólaheilsugæslan og verksvið hennar
Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita nemendum þjónustu. Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu.
Skólahjúkrunarfræðingur, kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn.
Netfang skólaheilsugæslu er laekjarskoli@heilsugaeslan.is.
Einnig er hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma skólans 5550585.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla