Nemendur


Í vetur eru um 500 nemendur í skólanum. Það er kennt á tveimur stöðum, í nýja húsinu sem tekið var í notkun 2002 og 2003 og í gamla Lækjarskólahúsinu, Menntasetrinu við Lækinn. Lækjarskóli er heildstæður grunnskóli með bekkjardeildir frá 1. – 10. bekk. Auk þess starfa 3 deildir við skólann, sérdeild fyrir nemendur með sérþarfir í námi í 1. – 10. bekk, Móttökudeild fyrir erlenda nemendur og Fjölgreinadeild fyrir nemendur í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að fóta sig í almennum grunnskóla. Fjölgreinadeildin er í Menntasetrinu við Lækinn.

Heilsdags vistun er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk í skólanum , en hún er rekin af og á ábyrgð Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is