Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Lækjarskóla starfar samkvæmt 39. gr. laga nr. 66 frá 1995 og reglugerð nr. 388 frá 1996.

Markmið nemendaverndarráða er að bæta sérfræðiþjónustu við nemendur og gera hana skilvirkari. Nemendaverndarráð tekur við málum sem þarfnast sérfræðilegrar úrlausnar innan skólans eða utan og öðrum málum nemenda sem kennarar og aðrir starfsmenn telja að eigi þangað erindi og vísa til ráðsins á þar til gerðum eyðublöðum.

Í nemendaverndarráði sitja:

Aðstoðarskólastjóri,  fulltrúi sérkennslu, námsráðgjafi, sálfræðingur, deildarstjóri stoðþjónustu og skólahjúkrunarfræðingur. 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is