Stoðþjónusta

Undir stoðþjónustu fellur almenn sérkennsla, námsráðgjöf, nemendaverndarráð og þjónusta sálfræðings, hjúkrunarfræðings auk sérdeildar.

Samkvæmt grunnskólalögum á hver og einn rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi. Nemendur sem eiga erfitt með nám t.d. sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar þarfir. Því ber að skipuleggja skólastarfið í heild út frá þörfum allra nemenda og skapa námsumhverfi sem hæfir hverjum og einum. Í Lækjarskóla er áhersla lögð á þjónustu við nemendur. Með margvíslegri nemendaþjónustu er leitað leiða til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og mæta þeim sem þurfa á aðstoð að halda um lengri eða skemmri tíma.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is