Foreldrafélag

Foreldrafélög starfa samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008, 9.grein:

,,Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag.  Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.  Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð”.

Í stjórn foreldrafélagsins sitja 11 fulltrúar, kosnir á aðalfundi, sem haldinn er árlega í október.  Félagar eru allir foreldrar nemenda í skólanum.

Markmið félagsins er að vinna að heill og velferð nemenda og styrkja skólann í hvívetna, efla samvinnu heimila og skóla og koma á framfæri sjónarmiðum varðandi menntun og uppeldismál barna.

Félagið styður við félags- og tómstundastarf nemenda. Það er reiðubúið að aðstoða vegna ákveðinna verkefna.  Það fylgist með skólastarfinu og kemur með tillögur um breytingar ef þörf er á.

Félaginu er ætlað það hlutverk að vera samstarfsvettvangur foreldra.  Allar bekkjardeildir hafa 2 bekkjarfulltrúa, sem hafa yfirumsjón með hvers kyns bekkjarstarfi utan hefðbundins skólatíma og eru tengiliðir við stjórn foreldrafélagsins.

Félagið stendur fyrir jólaföndri og vorhátíð og hvetur til að þá komi foreldrar og nemendur saman í skólann og eigi notalegar stundir.  Foreldrarölt hefur verið starfrækt í samstarfi við Félagsmiðstöðina Vitann.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is