Óskilamunir

Óskilamunir og verðmæti

Tilkynna skal fundna og glataða muni á skrifstofu skólans. Óskilamunir þ.e. fatnaður er geymdur í herbergi við anddyri á rauðagangi en lyklar, skartgripir og þ.h. er geymt á skrifstofu.  Mikilvægt er að nemendur merki eigur sínar. Á foreldradögum er reynt að hafa óskilamuni aðgengilega fyrir foreldra. Óskilafatnaður sem ekki hefur verið vitjað við lok hverrar annar er gefinn til Rauða kross Íslands.

Skólinn getur ekki tekið neina ábyrgð á verðmætum svo sem peningum og eru nemendur hvattir til að hafa ekki fjármuni meðferðis umfram brýnustu þarfir.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is