Altæk hönnun náms

22.9.2022

Aðferðafræðin nær til allra nemenda, styður við skóla án aðgreiningar og stuðlar að auknum jöfnuði. Litið er svo á að hindranirnar séu í umhverfinu en ekki hjá nemandanum.


Með UDL að leiðarljósi er stefnt að því að koma enn betur til móts við þarfir, þroska og getu nemenda sem vonandi leiðir af sér betri líðan og námsárangur. Rík áhersla er lögð á að virkja nemendur í eigin námi, að þeir séu meðvitaðir um eigin styrkleika, að þeir hafi áhrif á nám sitt og séu ábyrgir fyrir að koma því til skila á þann hátt er þeim þykir best.


Gert er ráð fyrir að innleiðing UDL í Lækjarskóla og Skarðshlíðarskóla taki 5 til 8 ár. Kennarar og starfsfólk hafa nú þegar lokið námskeiðum um hugmyndafræðina og munu sinna símenntun í framtíðinni. Samstarf við nemendur, foreldra og forráðamenn er hluti af innleiðingarferlinu og mun það skýrast í komandi skrefum.


Allar nánari upplýsingar um UDL - Altæka hönnun náms má finna hér (á ensku)

Og hér (á íslensku)


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is