Erasmus

13.10.2016

Forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum skrifuðu um daginn undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.

Verkefnin sem hlutu styrk eru afskaplega fjölbreytt. Hvað varðar þemu þá snúa nokkur að frumkvöðlafræðum, eitt verkefni snýr að þjóðsögum og menningu, annað að fjölmenningu, nokkur eru tengd raunvísindakennslu og vísindum og enn önnur snúa að því að hlúa að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Tvö  verkefnanna tengjast umhverfismálum.  Verkefni Lækjarskóla kallast Happily ever after.. hvernig við getum innleitt hamingjuna í líf okkar. Í þeim tilgangi verða gerðar svokallaðar  pocket films. Samstarfslönd Lækjarskóla eru; Grikkland, Spánn, Danmörk og Ítalía. Verkefnið nær yfir tvö skólaár.



Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is