Fjölgreindaleikar Lækjarskóla

24.10.2016

Fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. október  verða Fjölgreindaleikar Lækjarskóla haldnir.
Þeir eru nú haldnir í sjötta sinn og byggja sem fyrr á fjölgreindakenningu Gardners.
Allir nemendur skólans taka þátt og munu þeir eldri styðja þá yngri.
Nemendur taka þátt í 38 stöðvum, 19 hvorn daginn.  Annan daginn vinna úti í íþróttahúsi og á B-gangi skólans og hinn daginn innan skólans. Hver nemandi fær sitt númer og munu þeir sem eru með númerið 1-19 vera inni á miðvikudag og úti í íþróttahúsi á fimmtudag en þeir sem eru með númerið frá 20-38 vera úti í íþróttahúsi á miðvikudag og alveg inni í húsi á fimmtudag. Umsjónarkennarar munu senda nemendur heim með sín númer daginn fyrir leikana.

Þessa daga hefst skólastarf kl. 08:10 og lýkur kl. 13:20. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur eða námsgögn þar sem þeir verða á mikilli hreyfingu og fara milli 19 stöðva hvorn dag. Allir nemendur þurfa að taka með sér nesti og best væri að hafa það í  léttum bakpoka. Þeir sem eru í mataráskrift fá sinn mat í mötuneyti.

Mikil ánægja hefur verið með leikana undanfarin ár og við vonumst að sjálfsögðu til að allir njóti þess að taka þátt í þetta skiptið.

Kv.
Arna B. Arnardóttir
Aðstoðarskólastjóri

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is