Grunnskólahátið í Hafnarfirði

15.3.2022

Miðvikudaginn 16. mars fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði og er það sameiginlegt ball á meðal unglinga í 8. – 10. bekk í Hafnarfirði, Stóru-Vogaskóla, Sjálandsskóla og Álftanesskóla. Ballið fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 19:00 og stendur til kl. 22:00.


Á ballinu koma fram Dj 3hundred, Dj Dóra Júlía, Sprite Zero Klan, Auddi og Steindi ásamt sigurvegurum Söngkeppni Hafnarfjarðar.

Rútur fara frá öllum skólum á ballið nema Lækjarskóla og Öldutúnsskóla en unglingarnir þaðan koma sér sjálfir á staðinn. Mæting er í skólana kl. 18:00 og fara rúturnar af stað þegar allir eru komnir. Allir fara síðan í rútum heim sem byrja að keyra frá Strandgötunni um kl. 22:00.

Sjoppa verður á staðnum sem mun selja nammi, gos og pizzur og munum við vera með posa.


Frí er gefið í fyrstu tveimur tímum 17. mars fyrir nemendur í unglingadeild.

Seinasti dagur miðasölunnar er í dag (15. mars) frá hádegishléi til klukkan 17:00.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is