Lestrarsprettur er í Lækjarskóla 1. – 18. mars.

14.3.2016

Þessar vikur fær lestur aukið vægi þar sem markmiðið er að auka lestrarfærni og efla áhuga á lestri. Á hverjum degi eiga nemendur að lesa í skólanum og heima. Unnið verður með lestur í öllum árgöngum á fjölbreyttan hátt sem dæmi paralestur, upplestur, hljóðlestur, lestrarvinir og svo mætti lengi telja.
Nemendur hafa verið virkilega duglegir að lesa nú í lestrarsprettinum eins og sjá má á mynd.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is