Símafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar í apríl

22.3.2024

Á 528. fundi fræðsluráðs, þann 21. febrúar 2024, var lögð fram tillaga foreldraráðs Hafnarfjarðar um að
símafrí verði í öllum grunnskólum bæjarins. Það var samþykkt sem
tilraunaverkefni í apríl 2024 til reynslu. Þetta á við um nemendur í 1.-10.
bekk. Í því felst að ekki verði heimilt að vera með síma uppivið á skólatíma
í apríl, þ.e. ekki í kennslustundum eða frímínútum, á göngum eða skólalóð en að
símar séu geymdir á hljóðlausri stillingu í skólatösku geti hann ekki verið
heima meðan á skóladeginum stendur og sé ósnertur fram að lok skóladags; þetta
gildir einnig um spjaldtölvunotkun aðra en þá sem skólinn stendur fyrir í
daglegu skólastarfi. Í aðdraganda ákvörðunarinnar var tillagan kynnt og haft um
hana samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar og skólastjóra grunnskóla sem
studdu tillöguna.
Reglur um símanotkun eru til íhverjum grunnskóla Hafnarfjarðar í einhverri útfærslu í dag og er útfærsla þess í höndum hvers skóla. Þær mismunandi reglur eru skerptar með þessu
tilraunverkefni um símafrí í öllum grunnskólunum óháð reglum sem þegar eru í
gildi í hverjum skóla. Meðan á símafríinu stendur hefur verið hvatt til aukins
framboðs á afþreyingu í frímínútum og tómstundum á skólatíma auk almennra
jákvæðra samskipta í raunheimum milli nemenda.

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is