Skólaþing nemenda á unglingastigi

8.3.2024

Í síðustu viku var haldið fyrsta skólaþing Lækjarskóla. Nemendur úr 8.-10.bekk var skipt upp í þrjátíu hópa þar sem hver og einn hópur kom hugmyndir og tillögur um að bæta skólastarfið.

Umræðuefnin á þinginu voru þrjú, a) skólabragur b) námið og c) félagslíf og tómstundir og var hver hópur með hópstjóra, tímavörð og ritara.

Margar skemmtilegar og frjóar hugmyndir komu fram en í kjölfar skólaþingsins var skipuð lýðræðisnefnd sem er skipuð sex nemendum úr 8.-10.bekk ásamt deildarstjórum úr unglingadeild og frístund.

Nefndin mun svo vinna úr tillögum og kynna fyrir skólann í næstu viku.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is