Viku6 lokið

13.2.2023

Í Lækjarskóla hefur verið kennd kynfræðsla og kynjafræði með markvissum hætti vikulega á unglingastigi í 5 ár undir stjórn Kristínar Blöndal kennara á unglingastigi. Nú ætla aðrir skólar í Hafnarfirði að taka okkur í Lækjarskóla sér til fyrirmyndar og mun Kristín stýra innleiðingu á kynfræðslu og kynjafræði í alla grunnskóla frá og með næsta hausti og erum við afar stolt af því að vera fyrirmynd og leiðandi á þessu sviði (sjá frétt: Tökum öll virkan þátt í Viku6 í viku 6 | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is).


Við tókum því að sjálfsögðu fagnandi á móti Viku6 sem var í seinustu viku og á upphaf sitt í Danmörku en Reykjavíkurborg hefur haldið upp á Viku6 seinustu ár og hefur verkefnið verið mjög skemmtilegt fyrir bæði nemendur og kennara. Í Viku6 er sérstök áhersla á kynheilbrigði á öllum aldri og gerði Lækjarskóli ýmislegt skemmtilegt í seinustu viku. Sem dæmi má nefna að Þorsteinn í Karlmennskunni kom í Vitann á mánudeginum, bókasafnið safnaði saman bókum sem tengjast kynheilbrigði og tóku kennarar á öllum skólastigum þátt. Allir nemendur í 10. bekk fengu síðan smokk að gjöf frá bænum okkar sem vakti mikla lukku.





Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is