Fréttir

20.10.2020 : Vetrarfrí, winter break, zima 22. og 23. október

IMG_1157-breyttVetrarfrí verður í Lækjarskóla fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. október. Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. október.

During Thursday 22 and Friday 23 of October there is a winter break in the elementary schools of Hafnarfjörður.

...meira

14.10.2020 : Bleikur dagur


Bleiki dagurinn er föstudaginn 16. október.

Októbermánuður, bleiki mánuðurinn, er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum.

Við hvetjum alla nemendur og starfsmenn Lækjarskóla til að taka þátt og sýna stuðning og klæðast bleiku og
hafa bleikt í fyrirrúmi þennan dag.


9.10.2020 : Frekari sóttvarnaáherslur frá 7. október frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar

Eftirfarandi ákvarðanir og aðgerðir eru teknar fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar í ljósi hertra samkomutakmarkana:

1. Sundkennsla
Engin sundkennsla verður í grunnskólum Hafnarfjarðar frá og með deginum í dag til 19. október.
Nemendur fá kennslu sem samsvarar sundtímum á meðan þessu varir eins og skólar ákveða.

2. Íþróttakennsla
Engin íþróttakennsla í fer fram í íþróttahúsum skólanna/bæjarins frá og með deginum í dag til 19. október.
Gert er ráð fyrir að íþróttakennsla fari fram utanhúss á skólalóðum og í nágrenni skóla á meðan eftir því sem tök eru á.

3. Vettvangsferðir, m.a. í skólabúðir
Ekki er heimilt að fara í vettvangsferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það á einnig við ferðir hafnfirskra
grunnskóla í skólabúðir sem falla niður næstu tvær vikurnar ef þær eru á döfinni.

4. Sóttkví er sambærilegt við veikindaleyfi
Sömu reglur gilda um sóttkví og veikindaleyfi, þ.e. engar sérstakar reglur gilda um sóttkví umfram almenn veikindi eins og staðan er, þ.e. nemenda er að fylgja námsáætlunum síns bekkjar og sækja nauðsynlegar upplýsingar sem miðlað er af skóla til heimila.

5. Leyfi vegna sóttkvíar
Fara skal eftir reglum um skólasókn fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2020-2021, m.a. um skriflegar leyfistilkynningar.

6. Starfsemi í frístundaheimilum
Vegna breytinga á íþróttastarfsemi fyrir börn þarf að gera ráð fyrir að börn séu skráð lengur fram á daginn í frístundaheimilum fram til 19. október sökum þess að æfingar íþróttafélaga falla niður.

Dögg Gunnarsdóttir

skólastjóri
Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is