Fréttir

27.11.2020 : Góða helgi

 Kæru forráðamenn!

Önnin vægast sagt flýgur áfram og eins ótrúlegt og það er þá er nóvembermánuður brátt í baksýnisspeglinum og aðeins 15 skóladagar eftir af þessari önn. Við bíðum eftir því að ákvarðanir verði teknar um það hvernig skólahaldi verði háttað fram að jólafríi en munum að sjálfsögðu láta ykkur vita um leið og við fáum upplýsingar um það. Við höldum okkar striki og skipulagi næstu viku eins og það hefur verið þangað til annað kemur í ljós. 


Desemberdagatalið er í vinnslu en það er gott að punkta hjá sér að það er rauður dagur á föstudaginn þá mega allir sem vilja mæta í einhverju rauðu.

Piparkökudagur Lækjarskóla var "haldinn" í stofum í dag. Foreldrafélagið á heiðurinn af þessari frábæru hugmynd að færa piparkökudaginn inn í stofurnar engar hindrarnir bara lausnir.

Líkt á sjá má í myndbandinu var hann með eindæmum vel lukkaður.

https://gopro.com/v/lrWvW32eoOzmm

Takk fyrir frábært samstarf og hafið það gott um helgina.
Skólastjórn. 

26.11.2020 : Röskun á skólastarfi - uppfærðar leiðbeiningar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.

...meira

20.11.2020 : Breytingar á grunnskólastarfi frá mánudegi 23. nóvember 2020.

Nánari útlistun skólastarfs í Lækjarskóla berst ykkur í tölvupósti. ...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is