Fréttir

24.1.2023 : Lestrarátak Lækjarskóla

325892491_1607725416333765_695488602702006698_n326542492_862608314992968_1422088484451548028_n326564719_3378054099079693_4331858821491337050_n-1-

„Undarfarnar tvær vikur hafa allir nemendur Lækjarskóla, í 1.-10. bekk, tekið þátt í lestrarátaki. Þeir hafa lesið daglega, bæði í skólanum og heima, og límt fjölda lítilla miða (eftir lesnum mínútum) á stóran svan, sem hver bekkjardeild hefur fengið í sína stofu. Nú er átakinu lokið og utan við hverja stofu má nú sjá glæsilega, litríka svani.

326420369_727594255640698_5929126387574045284_n

 Árangrinum var fagnað með uppskeruhátíð í hverjum bekk – poppi og bíói. Læsisteymi skólans hlakkar síðan til að heyra hvort lestrarþjálfunin skili sér í næsta lesfimiprófi

 barnanna, en þau eru þegar hafin og standa út mánuðinn.
Bestu þakkir og kveðjur til nemenda, umsjónarkennara og foreldra frá læsisteymi Lækjarskóla.“

326237080_491197516419480_4800752650947169717_n326162138_690336152827198_3575997254155334550_n ...meira

21.1.2023 : Skipulagsdagur 23. janúar

Mánudaginn 23. janúar er skipulagsdagur í Lækjarskóla.

Engin kennsla verður þennan dag og Lækjarsel verður lokað.

...meira

19.1.2023 : Lopapeysudagur

Á morgun er bóndadagur og þorrinn að hefjast.  Af því tilefni ætlum við í Lækjarskóla að hafa lopapeysudag.Lopilopi

Þau sem vilja geta mætt í lopapeysunni góðu að þjóðlegum sið.

...meira

20.12.2022 : Jólakveðja

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur.
Starfsfólk Lækjarskóla óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar með þakklæti fyrir samvinnu á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði.
Skólastarf hefst aftur þann 3. janúar 2023 og mæta nemendur skv. stundaskrá.

Lækjarsel verður opið fyrir skráða nemendur.

Snjokarl

...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is